Ég sit hérna í minni æðislegu vinnu í tölvuverinu og bíð með eftirvæntingu eftir að einhver mæti ! Þar sem að nú er verkfall og enginn í skólanum hefur ekki sést ein hræða í tölvuverinu alveg síðan á fimmtudaginn. Ég sit hérna einn og geri ekki neitt nema að hanga á netinu. Valur hætti að nenna að mæta til vinnu á fimmtudaginn og ég bíst við því að ég mæti ekki eftir helgi.
12:12
/Enn um Undirheima Lanið/
Gærkvöldið var rosalegt, Valur fór á kostum og sýndi mikla takta. Við spiluðum þrír á þrjá og voru liðin þannig að ég, Ingó Dan og Ingó stóri vorum á móti Val, Hlyni og Arnóri, svo var Stebbi líka eitthvað á staðnum. Eftir því sem ég veit best verður spilað aftur í kvöld og hugsanlega á morgun líka þannig að þetta er að verða Counter-Strike maraþoni sem er nú ekkert verra þar sem maður hefur ekkert betra að gera í þessu verkfalli.
18:42
/Lanið í gær/
Lanið í gær var allt í lagi svo sem, en það hefðu þó fleirri mátt mæta. Ég, Hlynur, Ingó, Valur, Arnór, Ingó stóri vorum á staðnum. Reyndar fór mesti tíminn í það að laga hitt og þetta sem var að. Við spiluðum allavegana eitthvað og vorum farnir heim rúmlega þrjú. Það verður svo spilað áfram í kvöld og mjög líklega á morgun líka.
18:16
/Varðandi Lan!/
Valur var rétt í þessu að hringja í Hlyn og sagði að hljóðið í honum hefði verið nokkuð gott! Þannig ef allt gengur að óskum þá má búast við Lani í kvöld eða á morgun.
16:50
/Lan?/
Ég verð að segja að ég er engan veginn sáttur við það hvað menn eru búinir standa sig illa í að redda einu góðu Counter-Strike Lani! Þá er ég ekki að tala um eitthvað fjandans invite only pakks Lan heldur almennilegt Lan í Undirheimum sem er opið öllum! Hlynur er eitthvað búinn að vera að segjast ætla að redda Undirheimum en ekkert hefur heyrst frá honum, svo talaði ég við Gumma Jóh og hann sagðist ætla að vinna í þessu en hann hefur heldur ekki látið heyra í sér. Valur, Ingó og Arnór bíða líka spenntir eftir að eitthvað gerist!! Ég skora hér með á Hlyn að redda Undirheimum sem allra fyrst og skipuleggja jafn gott lan og hann skipulagði seinast.
16:01