Nákvæmlega núna situr Jói hjá mér og er að lýsa því fyrir mér hvað hann var viðbjóðslega fullur í gær! Hann fór víst á eitthvað að rónast með Ella og Jóa Barkley. Jói kallaði aðra hverja manneskju á Laugarveginum homma og mann ekki nákvæmlega eftir því að hafa gert þetta heldur frétti hann þetta áðan. Jói er tilvalin fyrirmynd fyrir fólk sem vill sjá hvernig maður á ekki að vera þegar maður neytir áfengis. Svona til frekari stuðnings við þessi orð langar mig að minnast aðeins á Bendidormferð okkar í sumar þar sem ákveðið var að fara í Jeppa safarí! Daginn sem jeppa safaríið átti að vera, vaknaði ég, Perla og Ingó en Jói fannst ekki á sínum vanalega svefnstað, þ.e.a.s. dauður í sófanum. Við ákváðum að fara samt og að Jói yrði bara fundinn seinna! Rétt áður en við fórum af stað ákvað Ingó að kíkja eftir Jóa á hóteli þar sem hann hafði einu sinni áður eytt nóttinni á, og fyrir einstaka tilviljun fannst Jói þar dauður úti á svölum í sinni eigin ælu! Það var aðeins eitt vandamál til viðbótar og það var að Jói fann hvergi skóna sína. Þess vegna þurfti hann að fara í jeppa safaríið berfættur. Þetta er saga sem allir foreldrar geta notað sem víti til varnaðar fyrir börnin sín.
20:57
/22 dagar/
Nú eru aðein 22 dagar til jóla!
20:32
/Jólin fara að koma/
Mér langar bara til að minna á að nú eru aðeins 23 dagar til jóla!
15:16
/Breytingar á Fannar.net/
Eins og sjá má þá hef ég haft nægan frítíma því að ég eyddi 6 tímum fyrir framan tölvuna í gær til þess að bæta inn á síðuna. Ég setti inn einhverja fría gestabók sem ég fann einhverstaðar á netinu og setti upp síðu fyrir archive til að setja gamalt blogg! Þetta var það auðvelda, en að fá allt þetta helvítis drasl til að virka var annað mál. Þar sem ég geymi síðuna mína á Tripod.com var allt annað en létt að fá þetta til að virka þar sem Tripod setur inn fullt af eitthverju javadrasli, en ég nenni ekki að fara út í það núna!
21:41