/Tölvuverstöffararnir mættir aftur til leiks/

Ég og Valur erum mættir aftur til leiks í tölvuverinu og munum leiðbeina nemendum skólans um notkun tölvubúnaðarins og sjá til þess að fólk sé ekk að skoða klámsíður. Ég hvet sem flesta til að spyrja Val hvernig hann fékk þetta glóðurauga sem hann er með.
16:05

/Plextor 12/10/32/

Ég var nú loksins að kaupa mér 12/10/32 hraða Plextor skrifara og keypti ég þennan skrifara í þeirri pakksbúð BT. Ég get ekki sagt að ég sé stoltur af því að hafa verslað við þá en þar sem hann var á svo góðu verði þá ákvað ég að kaupa hann. Einnig keypti ég mér 46 gb IBM 7200 snúninga harðandisk í Tæknibæ og kostar hann aðeins rétt tæpar 24.000 kr. sem getur nú ekki talist mikið fyrir það.
15:55

/Jæja ég er kominn aftur/

Það sést kannski að ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga í verkfallinu, og biðst ég afsökunar á því. Aðal ástæða þessa er sú að ég hef verið að vinna eins og brjálæðingur og hef ekki haft neinn tíma til að uppfæra.
15:46


This page is powered by Blogger. Isn't yours?