Hvað segja menn við því að fara halda smá LAN bráðlega? Ég er hreinlega kominn með fráhvarfseinkenni. Endilega sendið mér línu ef það er einhver áhugi fyrir því.
22:26
/Athena/
Nú vinnur fyrirtæki sem heitir Rocklyte hörðum höndum að því að hanna nýtt stýrikerfi sem á að virka eins og Windows og Mac OS, en það á samt ekki að koma í staðin fyrir stýrikerfin heldur að geta nýtt sér kjarnan úr þeim. Stýrikerfið hefur hlotið nafnið Athena og á að geta keyrt alla leiki, en mesta snilldin við það er að maður getur breytt bæði útlitinu á því og hvernig það virkar. Til þess að geta breytt útlitinu þarf maður þó að kunna eitthvað í DML (Dynamic Markup Language), sem er forritunarmál sem hefur þróast út frá HTML. Hægt er að skoða screenshot af því hér!
16:19
/BOK3036/
Ég hef aldrei séð listann yfir veikindi kennara eins langann og hann er í dag, það eru allavegana 10 eða 11 kennara sem vantar. Ég átti t.d. að fara í Bókfærslu 3036 í fyrsta tíma hjá honum Birgi Bjarnasyni, en hann hefur örugglega ekki tímt að keyra flotta Benzinn sinn í þessu óveðri sem geysar úti.
08:14
/Talandi um snilling/
Þessi 91 árs gamli maður Clarence Stucki hefur stolið rafmagni fyrir um 7 milljónir kr. ef ekki mikið meira. Stucki hefur viðurkennt að hafa stolið rafmagni allt frá árinu 1940 með því að hliðtengja vír í spennulínu og yfir í húsið sitt. Hann einfaldlega klippti utan af spennuvírunum með berum höndum og tengdi aðra víra í og teipaði síðan yfir allt heila klabbið! Svona á að gera þetta! Lesið alla fréttina hér.
19:32
/Brit Awards 2001/
Þessi þekkta tónlistarverðlaunahátíð verður haldinn 26. febrúar í Earl Court í London. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Destiny's Child, Coldplay og Eminem. Þeir helstu sem eru tilnefndir eru t.d. snillingurinn Badly Drawn Boy, tónlistarséníið Fat Boy Slim, Coldplay, Madonna og Radio Head svona svo einhverjir séu nefndir. Það verður gaman að sjá hver niðurstaðan verður. En við verðum að bíða þangað til þá.
18:31
/Tónlistarverðlaun FM957/
Tónlistarverðlaun fm957 verða haldin 3 árið í röð nú í kvöld!! Hvað er þetta með þessi leiðinda tónlistarverðlaun? Fær enginn nóg af þessu drasli? Það eru alltaf sömu fimm hljómsveitirnar sem vinna eitthvað þ.e.a.s. Skímó, Land og synir, Buttercup, Selma og Sálin. En eru þetta ekki einu fimm hljómsveitirnar sem eru spilaðar á FM957 ???
18:18
/Allir að senda mér SMS/
Það eiga allir að senda mér sms með því að ýta hér.
15:17
/Cry Baby/
Ég sit hérna í tölvuverinu á þessari stundu með Val, Ingó og Perlu. Valur var að segja okkur frá því hvaða hlutverk hann leikur í árshátíðarleikritinu í ár, sem að þessu sinni er leikritið Cry Baby! Þeir sem hafa séð myndina Cry Baby muna kannski eftir Mrs. Hatchet face, viðbjóðslegustu konunni í myndinni. Valur leikur engan annan en kærastann hennar. Hann er að meika það á sviðinu strákurinn...
14:48
/Hvernig finnst ykkur Fannar.net?/
20:08
/Valur.net/
Jæja nú er Valur byrjaður að blogga og óska ég honum til hamingju með síðuna sína Valurg.net.
18:47
/Napster/
Eins og flestir vita þá hefur Napster staðið í málaferlum við plötuútgefendur sem telja að Napster brjóti í bága við höfundarrétt. Í gær var svo réttað í níundu umferð þessara málaferla og var úrskurðað gegn þeim. Þetta þýðir að nú verður Napster að loka heimsíðu sinni napster.com og loka á notendur Napsters. Því þurfa allir 50 milljón notendur þeirra því að leita annað ef þeir vilja ná í lög. Sem betur fer eru til alveg fullt af fyrirtækjum sem bíða eftir að geta veitt þessu fólki svipaða þjónustu.
17:52
/Nemendafélag FB/
Nú er mér nóg boðið!!! Það er ekki nóg með að þetta nemendafélag í skólanum sé hundlélegt og hefur verið stjóranað af fávitahætti undanfarið, neyðir nemendur til þess að borga í þetta skítafélag um leið og þeir borga skólagjöldin og láta mann fara sjálfan að endurheimta peninginn fyrir ákveðin tímamörk. Heldur var hengd upp auglýsing í dag af fíflinu henni Ingibjörgu Högna formanni nemendafélagsins og á henni stóð, að þeir sem ætla að segja sig úr nemendafélaginu séu lúðar, aumingjar og fífl og fái ekki að taka þátt í árshátíðinni "ÚÚÚ en spennó", fái ekki að fara í Akureyraferðina "aumingja ég" og fá ekki að taka þátt í söngvakeppninni "oohh ég sem er svo góður söngvari". Nemendafélagið er alltaf að tala um að sé að gera allt fyrir alla og sífellt með svo skemmtilegar uppákomur! Ég hvet hér með alla sem eru í FB að segja sig úr nemendafélaginu og vera stoltir af því!!
Niður með þessa helvítis stjórnendur nemendafélags!!!
Ef þið hafið eitthvað um þessi orð að segja er ykkur frjálst að senda mér póst
14:20
/Sniðugt tæki/
Þetta hérna tæki er ansi sniðugt apparat! Þetta er módem sem ekki þarf að tengja við tölvu og er hægt að nota það sem öryggiskerfi fyrir heimilið. Þannig í staðin fyrir að borga Securitas stórfé fyrir að vakta húsið sitt sendir módemið manni bara skilaboð í símboðann eða lófatölvuna ef einhver er að brjótast inn. Allur pakkinn kostar um 20.000 kr.