Í gær skellti ég mér á veitingastaðinn Amigos með henni Perlu og ég verð að segja eins og er að það er djöfull góður matur þarna. Við fengum okkur eitthvað Nacho dæmi í forrétt og smakkaðist það mjög vel, svo man ég ekki hvað dótið sem ég fékk mér í aðalrétt hét en það var líka geðveikt gott, í eftirrétt fengum við okkur svo skrítnasta mat sem ég hef smakkað, DJÚPSTEIKTAN ís. Djúpsteikti ísinn var mjög góður og er eitthvað sem ég mæli með að allir smakki...
12:35
/LAN/
Samkvæmt áræðanlegum heimildum af Snillingur.net á að halda LAN 9.-11. mars nk. Þetta er frábær hugmynd og svo held ég að málið sé bara að fá sem flesta til að mæta...
[SS]Fannar
14:47
/Djöfuls kjaftæði/
Í næstu útgáfu Windows-stýrikerfisins, sem heitir XP, verður sérstakur hugbúnaður sem mun geta lesið hvort tónlist eða kvikmyndir eru fengnar á löglegan eða ólöglegan hátt. Ef um stolið verk er að ræða kemur hugbúnaðurinn í veg fyrir að það skjal sé spilað.
14:37
/[SS]Fannar/
Jæja nú er það orðið official! Ég er núna stoltur meðlimur [SS].
21:11
/Listi/
Gæti einhver [SS] manna nokkuð sent mér lista yfir alla þá sem eru meðlimir [SS]? Ef svo er smellið þá hér. Takk fyrir.
13:16
/[SS]/
Eins og einhverjir hafa kannski séð, dró ég [SS] umsókn mína til baka í gær vegna mistaka. Ef [SS] menn vilja taka við mér þá væri það frábært.
13:10
/LAN/
Eru menn ekki til í LAN??? Biggi, Stebbi eða einhver annar sem getur reddað Undirheimum þarf að gera það sem fyrst, því að ég held að það séu allir í stuði fyrir smá Counter...
17:02
/Goblins logo/
Þetta logo var hannað af vini hans Sæma! Þetta er nokkuð svalt logo...
16:26
/ [SS] vs. [Goblins] /
Gummi stakk upp á þeirri hugmynd að í staðinn fyrir að Ingó myndi stofna sitt eigið klan [Goblins], að við myndum allir fara í [SS] og keppa A-lið á móti B-liði. Ingó leist ekki nógu vel á þetta og vill heldur stofna eigið Klan! Mér persónulega finnst hugmyndin hans Gumma mikið betri og sæki hér með um ingöngu í [SS]. Því fleirri sem ganga í [SS], því skemmtilegra verður að LANA.... Segið mér ykkar álit á þessu með því að smella HÉR.
19:45
/Namezero.com/
Hvað er það með namezero.com? Eru þeir hættir að veita frí domainname!! Ég er bara að spá, því ég fór á síðuna þeirra áðan og fann hvergi Personal Free!! Ef þið hafið einhverja vitneskju um þetta sendið mér þá póst!
16:21